|
á endalausu ferðalagi...
|
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
|
Jæja á maður ekki að henda inn nokkrum línum hérna.... Ég get kallað þessa leti bara sumarfrí í heimi blogga. En ef ég tek þetta saman þá hefur þetta verið einhvern vegin svona. Við Gústi fórum til Íslands og hittum vini og ættingja mismikið og ég vona að þeir sem við náðum ekki að hitta fyrigefi okkur það. Við fórum líka í útlegu. Það var farið 2 nætur í Þórsmörk, við vorum rosalega heppinn með veður og þetta var bara æði. Ég var að koma inn í Þórsmörk í fyrsta skipti að sumri (svo ég muni nú eftri). Annars vorum við eiginlega bara á höfuðborgasvæðinu. Ég fór að vísu skrepp túr í Borgarfjörðin þar sem að Erna var búin að koma sér fyrir í sumarbústað. Við komum svo heim mjög seint á mánudegi eftir langt ferðalag sem fólgst aðalega að bíða eftir lest. Strax á föstudeginum hittum við svo gestina okkar í Kaupmannahöfn. Við eyddum svo með þeim helginni í kóngsins köpenhavn. Síðan var stefnan tekin á Odense. Við sátum nú samt ekki auðum höndum í Odense, því það var farið til Þýskalands, Legoland, Dýragarðin hér Odense og svo bíltúra og búðir. Núna er Gústi byrjaður á upprifjunarnámskeiði í frönsku og svo hefst alvaran 1. sept. Ég held að þetta sé nóg í bili. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|